28.1.2009 | 10:02
Ég get ekki orða bundist!!!
"Næsta ríkisstjórn mun hreinsa til í stjórnkerfinu á fyrsta degi. Farið verður mýkri höndum um fólk sem lendir í gjaldþroti og jafnvel sumar skuldir afskrifaðar."
Línurnar að ofan voru teknar af vísi.is
Á miðvikudagkvöldið 21. jan. var ég að mótmæla við Alþingi.
Heima er bankað uppá og 12 ára dóttur minni er birt tilkynning um nauðungarsölu á bílnum mínum!!!
Þetta kalla þeir að fara mildari höndum um þá sem eru í vanda!!!
Nýr fundur klukkan 10 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2009 | 18:34
ÚFFFFF
ég er bara þreytt í hugsinu.........
ég er búin að vera að hugsa svo mikið um heimsmálin, kreppumálin, Íslensku málin, mótmælin og svo öll málin mín (sem eru sko ekki fá né einföld)
þannig að ég ætla bara að gefa hugsinu smá frí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2009 | 13:53
Æ Geiri minn.....
Stattu nú upp og vertu maður ekki endalaust barn sem segir "þetta var ekki mér að kenna , það var öllum hinum að kenna"
Ég tek ofan fyrir Ingibjörgu núna, hún hefur látið "Flokka"flækjuna til hliðar og vill koma hæfu og reyndu fólki sem getur tekið strax á málum okkar.
Hver er betri talsmaður heimila og fjölskyldna en Jóhanna Sigurðardóttir?
Jóhanna, Þinn tími er kominn !!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.1.2009 | 01:53
Hvatningar skítur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.1.2009 | 13:46
FRYSTA EIGUR ÚTRÁSARVÍKINGANA STRAX
Guð minn góður
Eru þið að hlusta á hvað er verið að segja í Silfri Egils ?
Auðmennirnir fengu bara námskeið hjá Hreiðari Má og forstjóra KB í Luxemburg um hvernig á að blóðmjólka landið og skófla peningunum útúr landinu með stórvikum vinnuvélum.....
Þeir líta náttúrulega enn á sig sem ósnertanlega samanber Jón Áskeir þegar hann mætti og keypt 365 miðla, og þegar menn ætluðu að spyrja hann hvaðan fjármagnið kom sagði hann bara látiði mig vera eða ég kæri ykkur!!!!! og hvað? hefur einhver heyrt frá honum síðan ? hefur einhver krafið hann svara ? NEI Það þarf að lækka í þeim rostan og hreinlega kæra þá fyrir landráð.
Og þeir meiga EKKI fá KB í Luxemburg !!!!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 01:21
þetta bar árangur
Beint í meginmál síðu.
Mótmæli við árshátíð Seðlabankans
Hópur mótmælenda, um sjötíu manns þegar mest var, mótmæltu Seðlabankanum fyrir utan Hótel Nordica í kvöld en þar fór fram árshátíð bankans. Lögreglan var á svæðinu en mótmælin voru friðsæl en hávaðasöm þar sem fólkið barði á potta og trommur.
Í kringum miðnætti tilkynnti lögreglan að árshátíðin væri búin og að starfsfólk bankans væri að halda heim á leið. Þá hélt einn forsvarsmanna mótmælana stutta tölu og sagðist stoltur af þeim sem mættu og þeim árangri sem náðist. Hann hvatti þá fólkið til að halda heim á leið og boðaði áframhaldandi mótmæli á Austurvelli á mánudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2009 | 15:20
LESIÐ ÞETTA.........
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/781973/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 13:20
Við höldum áfram
Ég vil byrja á að segja að ég óska ekki neinum það að fá krabbamein.
Hvað varð til þess að Geir ákvað að segja okkur frá þessu núna ?
Ég er á því máli að þetta útspil hans að koma með þessa fréttir núna sé gert til þess að slá ryki í augu mótmælenda því hann veit að íslendingar eru kurteis og samúðarfull þjóð, hann veit að þessar fréttir munu bremsa mótmælin niður.
En hvers vegna eigum við að bakka ?
Ég vil benda á nokkur atriði
Ríkisstjórnin heldur því fram að þjóðin sjái ekki hvað þau eru búin að gera til að hjálpa þjóðinni á þessum erfiðu tímum.
Hmmm skoðum það
Byrjum á fólkinu sem byggði grunninn, fólkinu sem kom okkur úr kofunum og inní menninguna, fólkið sem hefur unnið HÖRÐUM höndum við að koma okkur í tengsl við umheiminn og á sama tíma verið að leggja fyrir í lífeyrissjóði , bréf og fl. til að hafa það kannski þokkalegt á ævikvöldinu.
Það er búið að sólunda peningunum þeirra og ekki hefur verið sagt svo mikið sem "æjæ" hvað þá meir. Nei nei "við verðum að redda icesave reikningunum"
Námsmenn: það er því miður einungis brot af þeim sem hafa "rétt" á hjálpinni , eftir stendur meiri hlutinn td. erlendis og sveltur. þau hafa ekki vini og ættingja nálægt sér til að hjálpa.
Börnin: Það var eitt af því fyrsta sem sagt var "við verðum að hlúa að börnunum, við verðum að tryggja að börnin hafi aðgang að frístundum því hættan er svo mikil að þau leiðist í ógöngur og fíkniefni á krepputímum, við munum ekki skerða frístundakortin "
þeir hættu við að hækka úr 25000 í 40000 á ári. Frístunir eru að hækka eins og ALLT annað og fyrir tekjulága eins og mig td. þá dekkar 25000 ekki frístundinar en 40000 myndu ná því. það er td. ein útskýringin á því hvers vegna fólk hefur ekki getað nýtt þau í eins miklu mæli og reiknað var með.
Stjórnmálamenn og konur eru ekki í takt við þjóðfélagið um verðlag á öllum hlutum, við sem rétt náum endum saman eða náum þeim bara alls ekki saman getum ekki borgað mismuninn fyrir frístundir barna okkar að viðbættum útbúnaði sem er rokdýr.
Tölum aðeins um hópinn sem af ólíkum aðstæðum neyðist til að leigja hjá félagsbústöðum.Nú tala ég frá eigin reynslu. (ég er með um 85.000.- á mán. og 3 börn þar af 1 í leikskóla) Í júní á síðasta ári var leigan hjá okkur lág eins og tilgangur félagsíbúða er. Dæmi 4 herbergja íbúð 74.000.- húsaleigubætur 31.000.- minn hlutur 47.000.- með hita og hússjóði. Svo komu auknar húsaleigubætur sem áttu að skila meiri pening í vasann hjá okkur en þá hækkaði leigan smá. Í júlí leiga 122.000.- bætur 70.000.- minn hlutur 58.000.- með hita og hússjóði, jan. ´09 leiga 132.000.- bætur 70.000.- minn hlutur 68.000.- tekjur 84.457 .
það þarf ekki að hafa svo sem fleiri orð um það.
Það þarf svo miklu miklu meira til að það hafi einhver áhrif
Ég mæti kl. 15 með trommurnar og hvet alla til að gera slikt hið sama
Geir með fullt starfsþrek | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)