Færsluflokkur: Menning og listir

Upplestrarkeppni

Ég fór í dag að horfa á 12 ára dóttir mína keppa í upplestri.

Litla (stóra) skottan mín gerði mig algjörlega orðlausa, stolta, og klökka.

Í síðari upplestrinum lásu krakkarnir ljóð eftir ýmsa höfunda.

Dóttir mín var síðust til að lesa sitt ljóð sem var frumsamið, mig langar að deila því með ykkur.

 

Mæðgur

Móðir sýnir dóttur ást

enda saman þær búa.

En ef önnur þeirra er að þjást

þær bökum saman snúa.

 

Ef einelti lendir

dóttirin í 

móðirin á það bendir

að hún hafi líka lent í því.

 

Þá þær bökum snúa saman

þegar veðrið er sem verst

allt verður aftur gaman

og dóttirin segir "mamma, þú ert best". 

 

Móðirin á í erfiðleikum líka

en dóttirin réttir fram hjálparhönd.

Gott er að eiga dóttir slíka

enda eiga þær sterk mæðgnabönd.

 

Þá þær bökum snúa saman 

þegar veðrið er verst.

Allt verður á endanum aftur gaman

og móðirin segir "elskan á móti vindum þú alltaf berst".

 

Um lífið gegnum 

þær gengu hlið við hlið

Móðurinni það varð um megn

en dóttirin bíður ennþá þessa bið.

 

                             Höfundur 

                             Ástrós Sif

 

(það var ekki þurrt auga að finna í salnum eftir þennan lestur)

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband