28.1.2009 | 10:02
Ég get ekki orða bundist!!!
"Næsta ríkisstjórn mun hreinsa til í stjórnkerfinu á fyrsta degi. Farið verður mýkri höndum um fólk sem lendir í gjaldþroti og jafnvel sumar skuldir afskrifaðar."
Línurnar að ofan voru teknar af vísi.is
Á miðvikudagkvöldið 21. jan. var ég að mótmæla við Alþingi.
Heima er bankað uppá og 12 ára dóttur minni er birt tilkynning um nauðungarsölu á bílnum mínum!!!
Þetta kalla þeir að fara mildari höndum um þá sem eru í vanda!!!
Nýr fundur klukkan 10 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var næsta ríkisstjórn tekin við miðvikudagskvöldið 21. jan?
Þórður Áki (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:05
Ok ég feilaði á að taka það framm (fyrir gullfiskana) að þetta er sama loforð og fyrri stjórnin kom með.
En það er svo sem ekki aðalatriðið heldur það að börnum langt undir lögaldri eru nú birtar stefnur , sem ég hef aldrey upplifað áður og er kolólöglegt.......
Svo annað
Mér fannst sýslinn á selfossi flottur á senda út fréttatikynningu um hversu margar handtökuskipanir voru á borðinu hjá honum nokkru eftir að þessi loforð voru gefin. Hann vissi að með því að gera það yrði BB að draga þær til baka svo ekki yrði allt geðveikt.
Kolla, 28.1.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.