12.3.2009 | 16:25
Tjáningar tánings
Vináttu ljóð
Vinir geta verið vinum ógn svo stór
og vináttuþráður orðið svo stuttur og mjór.
Vina valið þú vanda þarft
svo þú eigir þér fallegt perluvina skart.
Ei er auðvelt vini að velja
svo ef komnir eru margir skaltu telja:
1 , 2 og 3 allir sem einn
svo í fýlu fari ekki neinn.
Ef þú einelti lendir í,
vonar þú að það verði brátt fyrir bí.
Þá gott er að eiga vin sem bjargvætt,
því þá allt í einu er eineltið hætt.
Svo ef þú vinkona kemur nær
þá sérðu hvað þú hefur verið mér kær.
Þetta vináttu ljóð er til þín
elsku besta Thelma mín.
Höfundur
Ástrós Sif
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ljóð handa Sólbrúnu
Eitt vil ég segja þér systir góð
telpan svo falleg og í kinnum rjóð.
Að heimurinn getur verið svo stór og grimmur
og raunveruleikinn svo vondur og dimmur.
Svo ég vil bara vera þér systir
og vera ekki vond og alveg bandóð.
Gera það sem systur gera best:
standa saman þegar veðrið er verst.
Mundu bara að vera þú,
bara að segja þér það hér og nú.
Mundu að enginn getur stjórnað þér,
þó að þeir hafi reynt það á mér.
Fyrir mér máttu fara útí geim
og komaeftir 10 ár heim.
Svo lengi sem þú því stjórnar
þá er mér svosem sama hverju þú fórnar.
Mér er sama hvort þú farir í skóla
eða farir strax að vinna með hjóla-stóla.
Bara að sjá þig lifa,
og ég meina allt sem ég er að skrifa.
Mundu bara að ég verð alltaf til staðar
og verð komin til þín án nokkurar tafar.
Höfundur
Ástrós Sif
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Minningar
Minningar þjóta
um huga hvers manns.
Sumar þó hljóta
að falla í gleymsku hans.
Úr æsku árum
manstu part og part.
Sumt er en í sárum
en flest annað bara svart.
Í minningum ég veit
að ég átti marga vini,
uppi í sveit
eða hér heima í góðu sólskini.
Við sátum og hlógum
og skemmtum okkur vel.
Læddumst um í skógum
eða skutumst um móa og mel.
Minningar margar
eigum ég og þú.
Flestar þær eru
Um kærleik, von og trú.
Sumar eru skemmtilegar
og glaðværar.
Aðrar sorglegar
En flestar eru okkur kærar.
Minningar þjóta um
í hausnum á mér.
Þó ég leita bara
af þeim sem tengjast þér.
Höfundur
Ástrós Sif
Fært inn af stoltri móður
Athugasemdir
Sæl Kolla.
Hún er stórefnileg segi ég og á að fá að njóta sín í þessu.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 17:31
Flott ljóð, svakalega klár og sæt stelpa!
10+!!!
Þorsteinn Briem, 12.3.2009 kl. 18:20
Þú mátt svo sannarlega vera stolt af dóttur þinni!
Ég á sjálfur 6 dætur sjálfur og skrifa þau falleg mail til mín stundum.
Þau eru bara svo löng og öll á sænsku að ég kann ekki að íslenska þau svo vel fari.
Það er ein sönn saga sem er algjörlega sérstök.
Fullorðnir eiga að læra af börnum sínum. Þessi ljóð fær mig bara til að sakna barna minna. Það eru orðnir margir mánuðir síðan ég sá þau síðast.
Undurfalleg ljóð!!
Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 02:24
Stórkostleg ljóð hjá dóttur þinni.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.