6.3.2009 | 02:01
Upplestrarkeppni
Ég fór í dag að horfa á 12 ára dóttir mína keppa í upplestri.
Litla (stóra) skottan mín gerði mig algjörlega orðlausa, stolta, og klökka.
Í síðari upplestrinum lásu krakkarnir ljóð eftir ýmsa höfunda.
Dóttir mín var síðust til að lesa sitt ljóð sem var frumsamið, mig langar að deila því með ykkur.
Mæðgur
Móðir sýnir dóttur ást
enda saman þær búa.
En ef önnur þeirra er að þjást
þær bökum saman snúa.
Ef einelti lendir
dóttirin í
móðirin á það bendir
að hún hafi líka lent í því.
Þá þær bökum snúa saman
þegar veðrið er sem verst
allt verður aftur gaman
og dóttirin segir "mamma, þú ert best".
Móðirin á í erfiðleikum líka
en dóttirin réttir fram hjálparhönd.
Gott er að eiga dóttir slíka
enda eiga þær sterk mæðgnabönd.
Þá þær bökum snúa saman
þegar veðrið er verst.
Allt verður á endanum aftur gaman
og móðirin segir "elskan á móti vindum þú alltaf berst".
Um lífið gegnum
þær gengu hlið við hlið
Móðurinni það varð um megn
en dóttirin bíður ennþá þessa bið.
Höfundur
Ástrós Sif
(það var ekki þurrt auga að finna í salnum eftir þennan lestur)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þetta er virkilega fallegt og tilfinningaríkt. "Ástrós þú ert einstök" Kær kveðja afi Örn
Örn Þórhallsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 14:57
Takk takk fyrir hönd hennar
Ég sjálf er að springa úr stolti
Kolla, 7.3.2009 kl. 16:55
Ég heiti Tumi. Ég er 11 ára gamall.
Boltinn er hringlóttur
Heimurinn líka
Ég stend í tröppunum og ét kex
Síminn hringir
Ég svara ekki
Ekki heldur mamma
Ekki heldur pabbi
Rukkarinn hringir á hverjum degi
Hafragrautur í morgunmat
Hafragrautur í hádegismat
Hafragrautur í kvöldmat
Kex núna
Tumi litli (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.