Við höldum áfram

Ég vil byrja á að segja að ég óska ekki neinum það að fá krabbamein.

Hvað varð til þess að Geir ákvað að segja okkur frá þessu núna ?

Ég er á því máli að þetta útspil hans að koma með þessa fréttir núna sé gert til þess að slá ryki í augu mótmælenda því hann veit að íslendingar eru kurteis og samúðarfull þjóð, hann veit að þessar fréttir munu bremsa mótmælin niður.

En hvers vegna eigum við að bakka ?

Ég vil benda á nokkur atriði

Ríkisstjórnin heldur því fram að þjóðin sjái ekki hvað þau eru búin að gera til að hjálpa  þjóðinni á þessum erfiðu tímum.

Hmmm skoðum það 

Byrjum á fólkinu sem byggði grunninn, fólkinu sem kom okkur úr kofunum og inní menninguna, fólkið sem hefur unnið HÖRÐUM höndum við að koma okkur í tengsl við umheiminn og á sama tíma verið að leggja fyrir í lífeyrissjóði , bréf og fl. til að hafa það kannski þokkalegt á ævikvöldinu.

Það er búið að sólunda peningunum þeirra og ekki hefur verið sagt svo mikið sem "æjæ" hvað þá meir. Nei nei "við verðum að redda icesave reikningunum" 

 Námsmenn: það er því miður einungis brot af þeim sem hafa "rétt" á hjálpinni , eftir stendur meiri hlutinn td. erlendis og sveltur. þau hafa ekki vini og ættingja nálægt sér til að hjálpa.

Börnin: Það var eitt af því fyrsta sem sagt var "við verðum að hlúa að börnunum, við verðum að tryggja að börnin hafi aðgang að frístundum því hættan er svo mikil að þau leiðist í ógöngur og fíkniefni á krepputímum, við munum ekki skerða frístundakortin "

þeir hættu við að hækka úr 25000 í 40000 á ári. Frístunir eru að hækka eins og ALLT annað og fyrir tekjulága eins og mig td. þá dekkar 25000 ekki frístundinar en 40000 myndu ná því. það er td. ein útskýringin á því hvers vegna fólk hefur ekki getað nýtt þau í eins miklu mæli og reiknað var með.

Stjórnmálamenn og konur eru ekki í takt við þjóðfélagið um verðlag á öllum hlutum, við sem rétt náum endum saman eða náum þeim bara alls ekki saman getum ekki borgað mismuninn fyrir frístundir barna okkar að viðbættum útbúnaði sem er rokdýr.

Tölum aðeins um hópinn sem af ólíkum aðstæðum neyðist til að leigja hjá félagsbústöðum.Nú tala ég frá eigin reynslu. (ég er með um 85.000.- á mán. og 3 börn þar af 1 í leikskóla) Í júní á síðasta ári var leigan hjá okkur lág eins og tilgangur félagsíbúða er. Dæmi 4 herbergja íbúð 74.000.- húsaleigubætur 31.000.- minn hlutur 47.000.- með hita og hússjóði. Svo komu auknar húsaleigubætur sem áttu að skila meiri pening í vasann hjá okkur en þá hækkaði leigan smá. Í júlí leiga 122.000.- bætur 70.000.- minn hlutur 58.000.- með hita og hússjóði, jan. ´09 leiga 132.000.- bætur 70.000.- minn hlutur 68.000.-  tekjur 84.457 .

það þarf ekki að hafa svo sem fleiri orð um það.

 

 

Það þarf svo miklu miklu meira til að það hafi einhver áhrif 

 

Ég mæti kl. 15 með trommurnar og hvet alla til að gera slikt hið sama


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband