Færsluflokkur: Bloggar
11.4.2009 | 09:33
Jájá
Íslandi spáð sæti í úrslitum Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 09:27
Jáhám
Ég get ekki alveg séð hvernig "eitt" boð í studio átti að bjarga honum frá sjálfsvígi.
Er nokkuð viss um að ef "náinn" vinur minn er svona þungt haldinn og trúir mér fyrir löngun sinni til að enda lífið myndi ég gera allt sem í mínu valdi stæði til að koma viðkomandi undir læknishendur.
Reyndi að bjarga Cobain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 09:17
Ég þarf að uppfæra hjá mér landafræðina
Er Holland einhversstaðar fyrir vestan???
Ég hef farið hringinn nokkrum sinnum og ekki rekist á Holland í þeim ferðum. En aldrey hef ég farið vestur á firði.
Skotárás í Hollandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2009 | 11:20
Er í lagi að segja þetta?
Og ekki væri verra að kenna þetta efni í grunnskólum landsins, því það eru svo margir sem koma með einhverjum hætti að áföllum.
Við þekkjum það flest að þegar áfall dynur á hjá Gunnu vinkonu eða Sigga frænda, þá erum við oft eins og "asnar" og vitum ekkert hvernig við eigum að tala.
Er í lagi að segja þetta? Geri ég verra ef ég spyr að þessu?
Við þurfum öll að læra "samskipti á erfiðum tímum"
Ég er sjálf að ganga í gegnum akkurat þetta sama.
Ég þekki vel til mannsins sem keyrði á brúarstólpann í síðustu viku (það mál er umtalsvert flóknara en kemur fram í fréttum). Ég stend fjölskyldu hans næst þ.e.a.s konu og börnum og ég verð að viðurkenna það að þrátt fyrir nokkur RKI námsskeið á ég fullt í fangi með að "segja réttu hlutina".
Ég tel að leiðbeiningar sem þessar eigi að vera staðalbúnaður hvers heimilis.
Leiðbeiningar um sálræna skyndihjálp gefnar út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2009 | 16:25
Tjáningar tánings
Vináttu ljóð
Vinir geta verið vinum ógn svo stór
og vináttuþráður orðið svo stuttur og mjór.
Vina valið þú vanda þarft
svo þú eigir þér fallegt perluvina skart.
Ei er auðvelt vini að velja
svo ef komnir eru margir skaltu telja:
1 , 2 og 3 allir sem einn
svo í fýlu fari ekki neinn.
Ef þú einelti lendir í,
vonar þú að það verði brátt fyrir bí.
Þá gott er að eiga vin sem bjargvætt,
því þá allt í einu er eineltið hætt.
Svo ef þú vinkona kemur nær
þá sérðu hvað þú hefur verið mér kær.
Þetta vináttu ljóð er til þín
elsku besta Thelma mín.
Höfundur
Ástrós Sif
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ljóð handa Sólbrúnu
Eitt vil ég segja þér systir góð
telpan svo falleg og í kinnum rjóð.
Að heimurinn getur verið svo stór og grimmur
og raunveruleikinn svo vondur og dimmur.
Svo ég vil bara vera þér systir
og vera ekki vond og alveg bandóð.
Gera það sem systur gera best:
standa saman þegar veðrið er verst.
Mundu bara að vera þú,
bara að segja þér það hér og nú.
Mundu að enginn getur stjórnað þér,
þó að þeir hafi reynt það á mér.
Fyrir mér máttu fara útí geim
og komaeftir 10 ár heim.
Svo lengi sem þú því stjórnar
þá er mér svosem sama hverju þú fórnar.
Mér er sama hvort þú farir í skóla
eða farir strax að vinna með hjóla-stóla.
Bara að sjá þig lifa,
og ég meina allt sem ég er að skrifa.
Mundu bara að ég verð alltaf til staðar
og verð komin til þín án nokkurar tafar.
Höfundur
Ástrós Sif
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Minningar
Minningar þjóta
um huga hvers manns.
Sumar þó hljóta
að falla í gleymsku hans.
Úr æsku árum
manstu part og part.
Sumt er en í sárum
en flest annað bara svart.
Í minningum ég veit
að ég átti marga vini,
uppi í sveit
eða hér heima í góðu sólskini.
Við sátum og hlógum
og skemmtum okkur vel.
Læddumst um í skógum
eða skutumst um móa og mel.
Minningar margar
eigum ég og þú.
Flestar þær eru
Um kærleik, von og trú.
Sumar eru skemmtilegar
og glaðværar.
Aðrar sorglegar
En flestar eru okkur kærar.
Minningar þjóta um
í hausnum á mér.
Þó ég leita bara
af þeim sem tengjast þér.
Höfundur
Ástrós Sif
Fært inn af stoltri móður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.1.2009 | 19:51
Looser dómsmálaráðherra Sviss....
Aumingja maðurinn sem vill ekki sjá berrassalinga á rölti um sveitir og fjöll Sviss ber það skemmtilega nafn Looser
Ég næstum pissaði á mig úr hlátri
Berrassaðir göngumenn verða sektaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2009 | 13:04
Man eitthver eftir þessu.....
Ég man ekki eftir að hafa heyrt frá þessum mótmælum????
En það er gaman að sjá muninn á sjálfsöryggi lögreglunnar þá og nú við mótmælendur
Þeir eru mikið samhæfðari og öruggari við framkvæmdina núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 00:53
Sææææll eigum við að ræða það eitthvað...
Tyrkneska löggan að lemja Kúrda Þvílíkur vibbi Alls ekki fyrir viðkvæma
Hafiði áhuga á að láta þá þjálfa hér ???
NEEEEEEEEE ég er sátt við þá Íslensku
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.1.2009 | 00:25
Það er til fólk sem fylgist með af áhuga...
þetta er um hin mótmælin
Mig langar að setja innmyndbönd hjá USA-manni sem er vel með á nótunum
Hér er seinna myndbandið sem er nokkuð athygglisvert
Sex voru handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2009 | 10:02
Ég get ekki orða bundist!!!
"Næsta ríkisstjórn mun hreinsa til í stjórnkerfinu á fyrsta degi. Farið verður mýkri höndum um fólk sem lendir í gjaldþroti og jafnvel sumar skuldir afskrifaðar."
Línurnar að ofan voru teknar af vísi.is
Á miðvikudagkvöldið 21. jan. var ég að mótmæla við Alþingi.
Heima er bankað uppá og 12 ára dóttur minni er birt tilkynning um nauðungarsölu á bílnum mínum!!!
Þetta kalla þeir að fara mildari höndum um þá sem eru í vanda!!!
Nýr fundur klukkan 10 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)